Skip to main content
search
0

Hertar sóttvarnarráðstafanir vegna Covid-19

Fréttamynd - Blomapottur As

Í ljósi aðstæðna verða breytingar á starfsemi starfsstöðva félagsins frá og með morgundeginum 31.júlí.

 

Þær koma til vegna gildandi takmarkana Almannavarna sem lesa má með því að ýta hér.

 

Við minnum alla á að huga að sóttvörnum eins og handþvotti, handsprittun og byrgja nef og munn við hósta.

Þá er mælt með því að fólk heilsi frekar með brosi heldur en handabandi eða faðmlögum.

 

Starfsstaðir félagsins

Starfsstöðvum félagsins verður lokað fyrir óviðkomandi umferð. Samgangur á milli starfsstöðva verður mjög takmarkaður og stærri vinnurýmum skipt upp í smærri einingar. Sótthreinsun snertiflata á öllum starfsstöðvum verður aukin. Matur verður áfram borinn fram í matsal og snertifletir sótthreinsaðir á milli hópa. Kaffitímar flytjast inn á starfsstöðvar.

 

Heimili félagsins

Við minnum á leiðbeiningar sem sendar voru út, vegna heimsókna á heimili félagsins, í lok júní.

Þar kom fram að nauðsynlegt er að takmarka fjölda gesta og umgang við aðra en þá sem tilheyra nánustu fjölskyldu.  Vinsamlega skipuleggið heimsóknir í samráði við heimilið og þann sem þið ætlið að hitta.

 

Fólk sem hefur verið erlendis er beðið um að heimsækja ekki íbúa á heimili fyrr en 14 dögum eftir komu til landsins. Þetta á einnig við um þá sem hafa fengið neikvæðar niðurstöðu úr sýnatöku við landamæri. 

 

Fólk sem finnur fyrir flensu líkum einkennum og þeir sem hafa umgengist einstaklinga með smit eiga að ekki að heimsækja íbúa.