Skip to main content
search
0

Aðgerðir vegna Covid-19

Fréttamynd - Koronaveiran

Í ljósi boðaðra aðgerða vegna Covid frá og með morgundeginu (mánudegi, 05.október) vill Ás styrktarfélag koma eftirfarandi atriðum á framfæri

 

 

Vegna vinnu og virkni: 

  • Við viljum leitast við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að við getum haldið þjónustu eins og hægt er.
  • Við förum við til baka í skipulag sem er líkt því sem við unnum eftir á vormánuðum þar sem vinnuhópar eru minni en venjulega.
  • Stjórnendur munu mæta snemma í fyrramálið og skipuleggja starfið 
  • Við reiknum með að allir mæti í fyrramálið.
  • Grímuskylda verður fyrir alla sem mögulega geta haft grímur.

 

 

Vegna búsetu:

  • Vegna starfsemi á heimilum félagsins þá munum við að draga úr utanaðkomandi umgangi eins og unnt er
  • Notast verður við grímur við umönnun þar sem nálægð er innan við 1 meter.
  • Grímuskylda verður fyrir alla sem mögulega geta haft grímur.

 

 

Við ítrekum mikilvægi þess að mæta ekki til vinnu með flensulík einkenni og hvetjum alla til að huga vel að sóttvörnum.