Skip to main content
search
0

Ás vinnustofa og Lækjarás eiga afmæli í dag

Fréttamynd - Hero Birthday Freebies You Should Know About 960X500 1Jpg 1522690042 1 765X453

Í dag eru 39 ár frá opnun Ás vinnustofu sem var upphaflega stofnaður sem vinnustaður hugsaður sem brú á milli þeirrar starfsemi sem þegar var til staðar hjá Ási styrktarfélagi og hins almenna vinnumarkaðar. 

 

Í upphafi störfuðu 20 starfsmenn á Ási vinnustofu sem var þá til húsa í Lækjarási. Tímamót urðu 1984 þegar vinnustofan flutti í betra húsnæði í Brautarholti og önnur 2016 þegar vinnustofan flutti í sitt núverandi umhverfi í Ögurhvarfi 6.

 

Í dag starfa 150 starfsmenn í Ási vinnustofu og undir venjulegum kringumstæðum myndum við heiðra þá sem ættu starfsafmæli á þessum degi en vegna sóttvarnarráðstafana ætlum við að geyma það og fá okkur köku í staðinn.

 

Lækjarás á sömuleiðis 39 ára afmæli í dag en í upphafi snérist starfsemin þar um sjúkraþjálfun og hvers kyns iðju. Í upphafi var pláss fyrir 15 einstaklinga í Lækjarás en í dag starfa þar 45 manns í vinnu og virkni. 

 

Starfsfólk Lækjarás ætlar að gera sér glaðan dag á morgun, allt með Covid sniði.