Skip to main content
search
0

Hertar aðgerðir vegna Covid-19

Fréttamynd - IMG 5152

Nú eru að taka gildi hertari reglur varðandi samkomur fólks til að hefta útbreiðslu Covid-19.

 

Þau atriði sem varða okkur hvað mest er samkomubannið sem kveður á um að ekki megi fleiri en 10 manns koma saman í einu. Við munum því þurfa að endurskipuleggja starfsemina í  vinnu og virkni í samræmi við þessar reglur. Við munum leita allra leiða til þess að haga skipulaginu þannig að komi sem minnst niður á þjónustunni en til þess gæti samt komið í einhverjum tilvikum.

 

Forstöðumenn eru að skoða stöðuna með sínu fólki og munu senda út frekari fréttir í dag eða um helgina. 

 

Starfsemin á heimilum helst áfram óbreytt – í gildi eru takmarkanir á heimsóknum fram til 17.nóvember

 

Áfram er grímuskylda á heimilum og vinnustöðum félagsins.