Lionsklúbburinn Ægir gaf Ási styrktarfélagi baðlyftur í Bjarkarás vorið 2020.
Klúbburinn gaf árið 2018 rausanlega gjöf í tilefni 60 ára afmælis félagsins sem hægt er að lesa um hér og áður hefur klúbburinn verið félaginu hliðhollur. Lionsklúbburin Ægir var stofnaður í Reykjavík 6. mars 1957 og fagnar því sextugsafmæli árið 2017 en á sama ári verður Lions-hreyfingin 100 ára. Lions samtökin hafa samfélagsleg málefni að leiðarljósi.
Eins og fram kemur í fyrri frétt þá bæta baðlyfturnar aðstæður þeirra sem þær nota sem um munar og við færum Lions klúbbnum Ægi okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.