Fyrstu vikuna í júní var heilsuvika hjá starfsmönnum vinnu og virkni í Stjörnugróf. Þá var hefðbundinn vinnudagur brotinn upp með einhverri heilsusamlegri hreyfingu en þar kenndi ýmissa grasa eins og myndirnar bera með sér.
Það var keppt í kubb og boccia, starfsmenn fóru í nátturubingó í gögnuferðum í nærumhverfi Stjörnugrófar og héldu ball. Föstudaginn 04.júní fóru svo starfsmenn Stjörnugrófar í hina árlegu veiðiferð í Elliðarárnar í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur og Orkuveitunnar. Mikil ánægja var með veiðina en eins og sjá má var nokkrum fiskum landað. Við þökkum Stangveiðifélaginu og OR vel fyrir okkur.
Heilsuvika í Stjörnugróf (1)
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.