Skip to main content
search
0

Haustmarkaður Áss styrktarfélags

Fréttamynd - CSenn líður að uppskeru á því grænmeti og matjurtum sem er ræktað af starfsmönnum félagsins í gróðurhúsinu við Stjörnugróf.

Við höfum ákveðið að markaðurinn í ár verði aftur með óhefðbundnu sniði. Við munum, eins og í fyrra, bjóða upp á úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti í pokum sem innihalda gulrætur, gulrófur, rauðrófur, grænkál, sellerí, steinselju, vorlauk, púrrulauk, tómat, gúrku og papriku. Innihaldið getur verið breytilegt.

Pokarnir verða til sölu fyrir framan gróðurhúsið í Stjörnugróf fimmtudaginn 26.ágúst milli 13.00-15.00 ef veðurguðirnir lofa.

Við biðjum áhugasama, aðstandendur og starfsmenn að taka daginn frá.

Með fréttinni fylgja myndir úr gróðurhúsinu af starfsmönnum við störf, uppskerunni og heimsókn í húsið í heilsuvikunni í vor þar sem boðið var uppá gúrkudrykk.