Skip to main content
search
0

Þroskahjálp tilkynnti þann 13.11.2025 að Alþingi samþykkti frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þann 12. nóvember 2025. Lögfestingin styrkir lagalegt vægi mannréttinda fatlaðs fólks og krefst aðgerða í samræmi við þau ákvæði sem samningurinn kveður á um.

Með lögfestingunni er viðurkennt að fötlun skapast í samspili skerðinga og hindrana í samfélaginu, sem gerir ekki ráð fyrir fjölbreyttum þörfum fólks. Breyta þarf samfélaginu frekar en að ætlast til að fatlað fólk aðlagist að óhagstæðum aðstæðum. Lögfestingin kveður m.a. á um:

  • Aukið lagalegt vægi mannréttinda fatlaðs fólks og allra þeirra atriði sem samningurinn kveður á um

  • Viðurkenning á því að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfi sem gerir ekki ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Það þarf því að breyta samfélaginu í stað þess að ætlast til þess að fatlað fólk lagi sig að aðstæðum.

  • Skýrari kvöð til samráðs við fatlað fólk og hagsmunasamtök sem koma fram fyrir þess hönd.
  • Betri vernd gegn mismunun á grundvelli fötlunar

Þetta er stórt framfaramál, þrátt fyrir að baráttan fyrir auknu jafnrétti fatlaðs fólks eigi langt í land. Við hjá Ás styrktarfélagi þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og fögnum þessum mikilvæga árangri. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálp.