Við hjá Ási styrktarfélagi höfum nokkrum sinnum verið samstarfsaðilar í Erasmus+ verkefnum og tekið á móti erlendum gestum sem vilja fræðast um hvernig þjónustu við fatlað fólk er háttað á Íslandi.
Í síðustu viku komu þær Katarina og Dana í vikuheimsókn. Þær koma frá Slóvaíku og tengjast tveimur samtökum sem staðsett eru í höfuðborginni Bratislava. Dagskráin tók mið af því að þær Katarína og Dana gætu fengið sem mest út úr heimsókninni og kynnt sér fjölbreytta þjónustu sem veitt er á Íslandi fyrir fatlað fólk bæði innan félags og utan.
Heimsóknir eins og þessi gefa báðum aðilum tækifæri til þess að skiptast á þekkingu og reynslu.
Við þökkum þeim sem tóku vel á móti okkur fyrir góðar móttökur og áhugaverð samtöl.