Forseti Íslands veitti við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta, Svövu Rafnsdóttur garðyrkjufræðingi í gróðurhúsinu í Bjarkarási, verðlaunin Verknámsstaður garðyrkjunnar árið 2025. Svava hefur haft faglega stjórnun sem garðyrkjufræðingur í gróðurhúsinu í Bjarkarási undanfarin 9 ár en þar eru ræktaðar lífrænar matjurtir og grænmeti með vottun frá Túni vottunarstofu.
Við óskum Svövu innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum stjórnendum Garðyrkjuskólans fyrir viðurkenningu á hennar og okkar starfi.