Skip to main content
search
0

Sýningin: Enginn getur allt en allir geta eitthvað

11.09.2024

Þriðjudaginn 24.september kl 14.00 verður opnun á sýningunni Enginn getur allt en allir geta eitthvað í Borgarbókasafni Árbæjar í Hraunbæ 119.

Þar verða sýnd listaverk eftir starfsfólk í Ási vinnustofu.

Í Ási vinnustofu er lögð áhersla á að skapa fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum hvers og eins með það að leiðarljósi að „enginn geti allt en allir geti eitthvað“.

Listsköpun skipar stóran sess í Ási vinnustofu, til að mynda er unnið með ull og leir, með aðferðum sem miða að því að öll fái tækifæri til að taka þátt. Þessi aðferðarfræði hefur hjálpað mörgum við að þróa áfram sína listsköpun.
Verkin sem sýnd verða á sýningunni er afrakstur þeirra vinnu.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook – hlökkum til að sjá ykkur.