Skip to main content
search
0

Þjónandi leiðsögn þemadagar

02.04.2024

Nýlega voru þjónandi leiðsögn þemadagar haldnir öðru sinni á starfsstöðum Áss styrktarfélags. Dagarnir eru notaðir til þess að minna á aðferðir og hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar, en Ás styrktarfélag hefur notast við þjónandi leiðsögn síðan 2017.

Hugmyndafræðin gengur út á að öll samskipti eigi að snúast um virðingu og traust og að sýna fólki alltaf skilyrðislausa umhyggju. Við beitum aldrei hörku eða harðræði og tölum ekki niður til fólks. Við leggjum áherslu á að mynda tengsl og gera hlutina saman.

Á þemadögunum voru afjhjúpuð ný veggspjöld með verkfærum þjónandi leiðsagnar í Ási vinnustofu, Bjarkarási og Lækjarási. Við ræddum sérstaklega eina af grunnstoðum hugmyndafræðinnar, þátttöku. Það var sett upp þátttökutré þar sem starfsfólk og leiðbeinendur gátu hengt eitthvað fallegt. Það er mikilvægt að vera þátttakandi á tímum þegar einmannakend og einangrun eru á meðal helstu meina samfélagsins.

Á þjónandi leiðsögn dögunum voru bæði þjónandi leiðsögn krossgáta og þjónandi leiðsögn bingó og skipulagður var barnamyndaleikur. Allir sem vildi komu með mynd af sér frá æsku og svo var safnast saman og giskað á hver var á myndunum og sá fékk tækifæri til þess að segja frá þeim tíma sem myndin tekin. Eitt af því sem við gerum með þjónandi leiðsögn er að skapa nýjar minningar og hugmyndin með barnamyndaleiknum var að nota gamlar minningar til þess að búa til nýjar.

Þjónandi leiðsögn dagarnir tókust mjög vel. Þeir einkenndust af gleði og samveru. Þemadagarnir voru skipulagðir af þjónandi leiðsögn mentorahóp Áss styrktarfélags. Nú er í gangi átak til þess að fjölga mentorum hjá félaginu, en nýtt mentoranámskeið hefst 9. apríl.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fundi í Ási vinnustofu þar sem farið var yfir dagskrá þemadaganna og af starfinu í kringum þemadagana í Stjörnugróf

Eldri fréttir frá félaginu