Stjórn Ás styrktarfélags hefur tekið ákvörðun um að framvegis verði fréttabréf félagsins send út með rafrænum hætti. Tekið er tillit til umhverfissjónarmiða þar sem ætlunin er að auka tíðni fréttasendinga til félagsmanna. Fyrsta fréttabréfið var sent út um miðjan apríl mánuð. Félagsmönnum sem fengu ekki rafrænt fréttabréf er velkomið að hafa samband í síma 414-0500 eða senda línu á styrktarfelag@styrktarfelag.is til að koma netfangi sínu á framfæri.
Við vekjum athygli á því að innheimta árgjalda til greiðslu 01.05.2019 hefur verið stofnuð í netbanka félagsmanna.
Hafir þú áhuga á að gerast félagsmaður og styrkja þannig stöðu Áss styrktarfélags sem hagsmunafélags fatlaðs fólks getur þú skráð hér eða haft samband í síma 414-0500.