Ás styrktarfélag er almannaheillafélag sem hefur það meginhlutverk að veita þjónustu við fatlaða einstaklinga í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Félagið veitir þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, og reglugerðum tengdum þeim. Öflug persónuvernd er Ási styrktarfélagi kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd, sem nú eru lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa Áss styrktarfélags, í gegnum netfangið personuvernd@styrktarfelag.is, ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við meðferð persónuupplýsinga hjá félaginu eða ef þú hefur ábendingar eða vilt nýta þér réttindi þín sem persónuverndarlög veita.
Persónuverndaryfirlýsingu má lesa hér.
Persónuverndaryfirlýsing umsækjenda um störf hjá félaginu má lesa hér
Fræðsla vegna rafrænna vöktunar við Ögurhvarf 6 má lesa hér