Skip to main content
search
0

Undirritun þjónustusamnings um rekstur búsetukjarna í Brekkuási

14.september síðastliðinn undirrituðu Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Þórður Höskuldsson formaður stjórnar Áss, þjónustusamning um rekstur í nýjum búsetukjarna.

Búsetukjarninn í Brekkuási er í eigu Garðabæjar en Ás styrktarfélag sér um þjónustu samkvæmt samningi.

Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu sem stuðlar að sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.

Búið er að úthluta í allar 7 íbúðir Brekkuáss og er áætlað að fyrstu íbúarnir flytji inn í nóvember.

Á mynd má sjá Almar og Þórð við undirritun samningsins.

Á hópmynd eru (frá vinstri) fyrir hönd Garðabæjar; Hjörtfríður St Guðlaugsdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi, Pála Marie Einarsdóttir umsjónarþroskaþjálfi, Björg Fenger formaður bæjarráðs, Almar Guðmundsson bæjarstjóri og fyrir hönd Áss styrktarfélags Þórður Höskuldsson formaður stjórnar og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdarstjóri.

Eldri fréttir frá félaginu