Þann 1. júní síðastliðinn var fyrsta útskrift Project SEARCH á Íslandi.
Þá luku 5 manns við níu mánaða starfsnám á Landspítala. Veturinn var lærdómsríkur og stóðu nemendur sig með miklum sóma.
Hér er um að ræða flottan hóp sem á framtíðina fyrir sér á vinnumarkaði. Það verður gaman að fylgjast með þeim í þeim störfum sem þau taka sér fyrir hendur.
Á útskriftarathöfninni sem haldin var í Hringsölum á Landspítalanum fóru starfsnemarnir yfir hvað þau höfðu gert í starfsnáminu með aðstoð Valgerðar sem stýrt hefur verkefninu.
Árný Ósk Árnadóttir, tengiliður Landspítala við Project SEARCH, talaði fyrir hönd Landspítalans og lýsti upplifun spítalans af samstarfinu.
Þórður (formaður Áss styrktarfélags) hélt stutta tölu og óskaði útskriftanemendum til hamingju með áfangann.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi góðar kveðjur með myndskilaboðum þar sem hann átti ekki heimangengt og Haraldur Helgason kom fram fyrir hönd samstarfsfólks úr veitingaþjónustu og færði útskriftarnemunum gjafir frá starfsfólki og þakkaði fyrir samstarfið.
Að lokum var horft á stutt myndskilaboð frá Erin og Susie upphafskonum Project SEARCH frá Ohio í Bandaríkjunum.
Útskriftinni var loks fagnað með veitingum og gjöfum í lok athafnar.
Til hamingju útskriftarnemar Project SEARCH.
Hluti mynda voru fengnar að láni frá Þorkeli Þorkelssyni ljósmyndara Landspítalans