Skip to main content
search
0

Notendakönnun frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóð fyrir tveimur þjónustu- og notendakönnunum hjá Ási styrktarfélagi á síðasta ári. Teymi árangurs- og gæðamats borgarinnar framkvæmdi kannanirnar en við gerð þeirra var stuðst við gæðavísa sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur gefið út.

Önnur könnunin snéri að Vinnu og virkni og voru tekin viðtöl við 90 starfsmenn af 240 með eftirfarandi markmið í huga:

Að fá upplýsingar um gæði þjónustunnar, er hún í samræmi við hugmyndir um sjálfstætt líf?

Að hlera hvernig hvernig þjónustan nýtist fólki

Að kanna líðan notenda

Hin könnunin var um búsetuþjónustu og voru þar tekin viðtöl við 27 einstaklinga. Spurt var um sjálfstætt líf og nýtingu tækninnar í daglegu lífi.

Niðurstöðurnar eru áhugaverðar.

Smellið hér fyrir kynningu á niðurstöðum könnunar í Vinnu og virkni og hér fyrir niðurstöður sem snúa að búsetuþjónustu.

Eldri fréttir frá félaginu