Þann 04.apríl tók Ás styrktarfélag formlega við rekstri á heimilinu á Kirkjubraut 20 á Seltjarnarnesi.
Um er að ræða búsetukjarna með sex einstaklingsíbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými. Staðsetning þess er miðsvæðis, stutt í alla þjónustu og fallega náttúru.
Húsnæðið sem er í eigu Seltjarnarnesbæjar er hannað af Önnu Margréti Hauksdóttur arkitekt og Pétri Jónssyni hjá AVH samkvæmt hugmyndafræðilegum áherslum Áss styrktarfélags sem mun bæði sjá um starfsmannahald og viðhald fasteigna.
Hér má sjá myndir frá opnuninni þar sem Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdarstjóri tekur við lyklunum frá Þór Sigurgeirsson bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar.
Á fyrri hópmyndinni eru Emilía Gylfadóttir nýr forstöðumaður búsetukjarnans að Kirkjubraut, Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir umsjónarmaður í málefnum fatlaðs fólks hjá Seltjarnarnesbæ, Þóra framkvæmdastjóri, Ásgerður Halldórsdóttir fyrrum bæjarstjóri og ábyrgðarmaður í aðdraganda og upphafi framkvæmdanna og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Á síðari hópmyndinni eru Þóra framkvæmdarstjóri, Anna Margrét og Pétur frá AVH.