Skip to main content
search
0

Aðalfundur Áss styrktarfélags 2023

28.03.2023

Fimmtudaginn 23.mars, á afmælisdegi Áss styrktarfélags var aðalfundur félagsins haldinn.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Tillaga um lagabreytingar af hálfu stjórnar voru samþykktar en þær taka mið að því að samræma lög félagsins við nýlega samþykkta löggjöf um samþykkt félaga sem starfa til almannaheilla. Allur rekstur og annað sem hefur verið tilgreint í lögum helst óbreytt og munu félagsmenn hvorki verða varir við breytingar á starfsemi þess né rekstri. Breytingarnar taka gildi þegar Skatturinn hefur samþykkt þær.

Kosning fór fram í stjórn og varastjórn félagsins, sem er óbreytt áfram.

Guðlaug Sveinbjörnsdóttir hætti sem skoðunarmaður reikninga fyrir félagið, áður hefur hún meðal annars verið í stjórn og tengst félaginu lengi. Henni var þakkað fyrir sitt góða starf.

Sunna Ósk Stefánsdóttir afhenti Inga Þór Hafsteinssyni viðurkenninguna Viljinn í verki fyrir frumkvæði að því að bjóða hópi starfsmanna í Vinnu og virkni árlega í veiði í Elliðaánum undanfarin 8 ár.

Fundurinn tók ákvörðun um að félagsgjöld myndu áfram verða 4000 krónur,  innheimta félagsgjalda verður send í netbanka félagsmanna fljótlega.

Eldri fréttir frá félaginu