Þá er heilmikið búið að gerast frá því að við birtum seinast fréttir úr gróðurhúsinu.
Eins og sjá má á myndum þá gengur ræktun grænmetis og matjurta vel.
Líkt og undanfarin ár verður haustmarkaður þar sem seldar verða matjurtir og grænmeti frá sumrinu, auk vöru úr Versluninni Ásum. Í anda umhverfisstefnu félagsins hvetjum við fólk til að mæta með sínar eigin umbúðir undir vörurnar.
Dagsetning haustmarkaðar verður auglýst í ágúst.
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.