Í byrjun febrúar fengu nemar í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands kynningu á starfsemi Áss styrktarfélags og störfum þroskaþjálfa hjá félaginu.
Þóra framkvæmdarstjóri opnaði fundinn og bauð alla velkomna og Þórður formaður stjórnar hélt stutta kynningu á störfum félagsins og talaði sömuleiðis til hópsins sem aðstandandi.
Frá búsetunni komu Ásta Hrönn á Klukkuvöllum og Svanhvít frá Lautarvegi og kynntu störf sín, ásamt Árna Pétri íbúa á Klukkuvöllum sem lýsti sinni upplifun af þjónustu hjá félaginu.
Frá Vinnu og virkni héldu Binni úr Stjörnugróf, Halldóra Kolka úr Ási vinnustofu kynningu ásamt Svenna, Hilmari og Dodda sem vinna í Ási vinnustofu
Valgerður kynnti Project SEARCH verkefnið og Trausti rak lestina með stuttri en skemmtilegu kynningamyndbandi á Þjónandi leiðsögn hugmyndafræðinni.
Í lokin sýndi Halla forstöðumaður í Ási vinnustofu vinnustaðina í Ögurhvarfi og nýttu nemarnir tækifærið til að spyrja spurninga og ræða málin.