Nýlega var opnuð vefverslun á vegum Áss styrktarfélags.
Vörur í vefverslun eru afgreiddar af fötluðu starfsfólki á svæði 2 í Ási vinnustofu en það verkefni er viðbót við þau fjölbreyttu verkefni sem fatlað starfsfólk sinnir hjá félaginu.
Í starfinu leggjum við mikla áherslu á endurnýtingu. Ás styrktarfélag hefur sett sér umhverfisstefnu sem hvetur til þess að leitað sé eftir verkefnum og samstarfi við fyrirtæki og aðra aðila til að auka þátt endurvinnslu og endurnýtingar hjá félaginu. Stór hluti framleiðslunnar felur í sér endurvinnslu að einhverju eða öllu leyti. Tilgangur framleiðslunnar má segja að sé tvíþættur, umhverfisvernd og fjölbreyttni verkefna sem standa starfsfólki félagsins til boða. Með því að eiga viðskipti við vefverslun, Verslunina Ása og gróðurhúsið er stuðlað að því að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.
Hér er hlekkur á vefverslunina og nokkrar myndir af þeim vörum sem eru í boði