Rebekkustúka númer 7 Þorgerður I.O.O.F færði Ási styrktarfélagi rennibekk að gjöf á dögunum.
Rennibekkurinn er af gerðinni Brent og er notaður til að renna leir. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að auðvelt er að stýra honum með höndum (í stað þess að notast við fætur). Þannig hafa fleiri starfsmenn Áss möguleika á að nota bekkinn. Bekkurinn var settur upp í smiðjunni í Ási vinnustofu.
Fyrir stuttu bauð félagið meðlimum stúkunnar að kíkja við og skoða gripinn og veita okkur tækifæri á að þakka þeim formlega fyrir þessa rausnalegu gjöf.
Færum við þeim bestu þakkir fyrir.
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.