Við viljum þakka öllum fyrir það umburðarlyndi og æðruleysi sem þeir hafa sýnt í því ástandi sem við erum að glíma við. Við gerum okkur grein fyrir því að það reynist mörgum erfitt að breyta daglegri rútínu.
Vikan hefur gengið vel hjá okkur. Við höfum getað tekið á móti þeim sem eru í mestri þörf á vinnustöðum félagsins. Jafnframt því hefur starfsfólk Áss vinnustofu, Bjarkaráss, Lækjaráss og Lyngáss aðstoðað á heimilum fólks og í foreldrahúsum.
Tölur smitaðra fara hækkandi og allt bendir til þess að róðurinn þyngist dag frá degi. Verkefnin gætu farið að verða meira krefjandi fyrir alla í samfélaginu næstu daga og vikur.
Við finnum fyrir miklum stuðningi, skilning og samvinnu frá öllu okkar fólki og fyrir það erum við þakklát. Við finnum vel fyrir því að hér eru allir að leggjast á eitt til að komast í gegnum þetta á sem bestan hátt með samvinnu og kærleik að leiðarljósi.
Auðlesin texti:
Ás sendir kveðju og þakkir til allra.
Það er enn-þá lokað í vinnu og virkni hjá Ási.
Við finnum að allir eru já-kvæðir og við skulum halda því áfram.