Jólamarkaður Ás styrktarfélags verður haldinn 22. nóvember og býður gestum upp á fjölbreytt handverk sem starfsfólk okkar hefur unnið í Ás vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási, Smíkó og Gróðurhúsi. Boðið verður upp á keramik, textíl, tréverk og fleiri einstakar gjafavörur á góðu verði.
Á staðnum verður notalegt andrúmsloft, léttar veitingar og ríkulega jólastemning. Þetta er kjörið tækifæri til að versla handgerðar gjafir, styðja við atvinnu og skapandi starf fatlaðs fólks og kynnast starfinu nánar.
Jólamarkaðurinn er öllum opinn og við hlökkum til að taka á móti ykkur.