Vinna og virkni

Í dag veitir Ás styrktarfélag um 230 manns þjónustu í formi vinnu og virkni. Þjónustan er veitt á vinnustöðum félagsins í Ási vinnustofu og Stjörnugróf (Bjarkarási og Lækjarási). Félagið hefur ávallt kappkostað að vera í fremstu röð varðandi gerð og gæði þessarar þjónustu, að hún samræmist þeim viðmiðum sem eðlileg þykja. Er þá sérstaklega lögð áhersla á jöfn tækifæri og virðingu fyrir getu hvers einstaklings.

 

Nálgast má kynningarmyndbönd um nokkra vinnu- og virknihópa með því að smella á Virkni hópar hér til hliðar og síðan á hvern hóp fyrir sig. 

 

Heildarstefna Áss styrktarfélags miðar að því að öll dagþjónusta fullorðinna sé vinna og hafi gildi sem slík. 

 

Áhersla er lögð á að auka fjölbreytni og einstaklingsmiðaða þjónustu. Allir eiga sér fasta dagskrá á sínum vinnustað. Að auki eiga þeir þess kost að velja sér rafrænt allt að fimm vinnu- og virknitilboð tvisvar á ári. Tilboðin eru fjölbreytt og leitast er við að hafa eitthvað við allra hæfi. Félagið leggur áherslu á að fjölga verkefnum úti á almennum vinnumarkaði eftir því sem kostur er.

 

Skipulag valsins fyrir haustið 2021 miðast við fulla starfsemi og að öllum takmörkunum vegna Covid-19 verði aflétt. Við munum þó að sjálfsögðu hlýða sóttvarnarlækni og takmarka starfsemina eftir þörfum. 

 

Allir leiðbeinendur eru ráðnir óstaðbundið í vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi og geta því fylgt starfsfólki með fötlun þangað sem þeirra er þörf.

 

Athygli er vakin á því að þetta val stendur eingöngu þeim til boða sem eru í eða hefur verið úthlutað vinnu og virkni hjá Ási styrktarfélagi. Sótt er um hjá Vinnumálastofnun.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.