Frelsi til að velja - Freedom of my choice

 FREEDOM CHOICE Nordplus Logo

Ás styrktarfélag tekur þátt í samstarfsverkefni sem nefnist Freedom of my choice, eða Frelsi til að velja. Verkefnið hófst í júní 2019, verður til tveggja ára og er fjármagnað með styrkjum frá Nord+ sem er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Samstarfsaðilar eru Jaunuoliu Dienos Centras í Litháen, Foundation Maarja Village í Eistlandi, Jelgava Local Municipality í Lettlandi og Sensus/Medis 5 í Svíþjóð.

 

Í verkefninu felst að hvert land skipar 6 manna hóp. Í honum eru 4 úr hópi fatlaðs fólks og 2 aðstoðarmenn. Markmiðið er að hver þátttakandi úr hópi þeirra fyrrnefndu velji sér eitt réttindamál til nánari umfjöllunar og útbúi kynningu á því. Þessir aðilar fá æfingu í að kynna sitt efni fyrir fulltrúum samskonar hópa frá hinum þjóðunum. Í lok verkefnis hafa þeir öðlast þekkingu og færni til að kynna efnið sitt og koma því á framfæri enn víðar.

 

Í stórum dráttum er tímaáætlun verkefnisins þessi:

 

Júní 2019: Skipulagsfundur í Panevezys, Litháen

 

Nóvember 2019: Heimsókn og fundur í Jelgava, Lettlandi

 

Apríl 2020: Ás styrktarfélag tekur á móti fulltrúum samstarfsþjóðanna í Kópavogi

 

September 2020: Heimsókn og fundur í Stokkhólmi, Svíþjóð

 

Apríl 2021: Heimsókn og lokafundur í Tartu, Eistlandi

 

Freedom of my Choice

 

As styrktarfelag has entered into a two-year partnership with Lithuania, Latvia, Estonia and Sweden on a project called “Freedom of my choice”. The idea originates from people with disabilities in Lithuania and is funded by Nord +, which is a part of the Nordic council of ministers.

 

The project will focus on human rights issues, with each country team nominating a group of six people, four of them with disabilities. Each group will focus on a human rights issue of their choice and will work together on innovative ways to present their specific issue in an easy to read and easy to understand format.

 

Four international meetings will be held during the project period, this is a rough timeline:

 

The kick-off meeting was held in Panevezys, Lithuania on 24th-25th of June 2019.

 

November 2019:  The Latvian partners will host a meeting in Jelgava.

 

April 2020:  As styrktarfelag will host a meeting in Reykjavik

 

September 2020: The Swedish partners will host a meeting in Stockholm

 

April 2021: The Estonian partners will host the final meeting in Tartu

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.