Breyttur lífstíll

Breyttur lífsstíll var upphaflega þróunarverkefni Áss styrktarfélags í samvinnu við World Class. Voru þetta námskeið þar sem tekist var á við breyttan lífsstíl hjá einstaklingum með þroskahömlun.

 

Aðgengi að fræðslu um hreyfingu og hollt matarræði hefur oft reynst takmarkað og vildi félagið stuðla að hugarfarsbreytingu á þessum vettvangi með velferð fatlaðra að markmiði.

 

Verkefninu lauk með ákveðinni eftirfylgd og er námskeiðið nú alfarið á vegum World Class og hægt að fá upplýsingar þar.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.