Nýárskveðja

mynd fyrir nýár

  

    Ás styrktarfélag óskar öllum

                  gleðilegs árs    

       með þökk fyrir það gamla 

Lesa meira []

Happdrætti félagsins

Dregið var í happdrætti félagsins þann 24. desember.  Vinningsnúmer voru innsigluð og verða birt á heimasíðunni og í dagblöðum þegar skil hafa borist frá söluaðilum.

Lesa meira []

Viljinn í verki er komin í bókabúðir

Höfundur bókarinnar er Hilma Gunnarsdóttir  sagnfræðingur og listaverk á kápusíðu er eftir Guðrúnu Bergsdóttur.Prentsmiðjan Oddi ehf sá um hönnun og prentvinnslu.

Bókin er til sölu í flestum verslunum Pennans Eymundssonar víða um land. Guðrún Bergsdóttir að fá bókina afhenta.

Lesa meira []

Jólakveðja

jólatréÁs styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum samstarfið, hlýhuginn og stuðninginn á árinu sem er að líða.

Lesa meira []

730 þúsund krónur til handa Lyngási

Ríflega 730 þúsund krónur söfnuðust í uppboði sem haldið var í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga, síðastliðinn föstudag. Féð rennur til Lyngáss og opnar sannarlega marga möguleika til þess að auðga líf þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustu Lyngáss. Styrkurinn verður meðal annars nýttur í útgáfu á samskiptabókum og til ýmissa verkefna sem tengjast listum.

Þökkum við hlutaðeigendum kærlega fyrir stuðninginn.

Lesa meira []

Frá félagsfundi Áss styrktarfélags

Fundurinn var haldinn á alþjóðadegi fatlaðra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og hófst með morgunverði kl.8.30.  Hilma Gunanrsdóttir, höfundur bókarinnar, Viljinn í verki, las stuttan kafla til kynningar, en bókin er saga Styrktarfélags vangefinna til 50 ára.

Einnig voru múrbrjótar Þroskahjálpar afhentir en það voru Norðlingaskóli, Mjólkursamsalan á Suðurlandi og List án landamæra að þessu sinni. Myndir er hægt að skoða hér að neðan líkt og fundargerð.

Lesa meira []

Jólamarkaður / Jólakort til styrktar Lyngási

Laugardaginn 5. desember verður jólamarkaður frá kl 12 - 17 í Félagsgarði í Kjós. Á boðstólum verður ýmiskonar handverk og matvælaframleiðendur hér í kjósinni verða með margskonar góðgæti til sölu. Hægt er að byrja daginn á því að ná sér í alíslenkst jólatré á skógræktarsvæðinu við Fossá og fá sér svo kakó og vöfflu hjá kvenfélaginu í félagsgarði auk þess að skoða það sem þar er í boði.

Pakki með 8 jólakortum og umslögum kostar 1000 krónur

jólakortið

Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á jólamarkaðinn en vilja engu að síður leggja þessu góða málefni lið geta pantað kort í gegnum tölvupóst og þá bætist við sendingarkostnaður.

Vonumst til að sjá sem flesta á jólamarkaðnum.

Gyða S. Björnsdóttir

Netfang; gyda@sogumidlun.is

 

Lesa meira []

Nýtt kennsluefni komið í sölu

Verum örugg - bækur 2 

Verum örugg er kennsluefni sem sett er upp í námskeiðsformi og ætlað fóki með þroskahömlun 18 ára og eldra. Efnistök byggjast í fyrsta lagi á sjálfsstyrkingu, í öðru lagi á að læra að greina kynferðislega misnotkun og í þriðja lagi hvað sé hægt að gera til þess að tryggja öryggi sitt sem best.

Kennsluefnið er unnið í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp og Fjölmennt - símenntunarmiðstöð fyrir fatlað fólk.

Lesa meira []

Morgunverðarfundur á alþjóðadegi fatlaðra

Viljinn í verki, bókarkápanFimmtudaginn 3. desember n.k., á alþjóðadegi fatlaðra, boða Ás styrktarfélag og Landssamtökin Þroskahjálp til morgunverðarfundar.

Ás styrktarfélag mun þá fagna útgáfu bókar um 50 ára sögu Styrktarfélags vangefinna sem nefnist "Viljinn í verki".

Einnig mun Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra, afhenda "múrbrjóta" Landssamtakanna Þroskahjálpar í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf í þágu fatlaðs fólks.

Fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík (Hvanmmi) og hefst kl. 8:30 með morgunverðarhlaðborði.

Lesa meira []

Ás vinnustofa - Ísland í dag

Þann 26.nóvember síðastliðinn var fjallað um starfsemi Áss vinnustofu í Ísland í dag á Stöð 2.  Umfjöllunin vakti mikil og góð viðbrögð.  Við hér í Ási vinnustofu höfum orðið var við mikinn áhuga á starfi okkar eftir þennan þátt og hefur verið mikið hringt í okkur og spurt um framleiðsluvörur okkar. Fyrir þá sem misstu af þættinum er hægt að sjá hann hér.  

Lesa meira []

Jólamarkaðurinn í Bjarkarási

Laugardaginn 28. nóvember var hinn árlegi jólamarkaður í Bjarkarási. Þegar opnað var kl. 13 hafði þegar safnast nokkur mannfjöldi utan við dyrnar og má segja að stöðugur straumur fólks hafi verið fram eftir degi. Að venju hafði fólk úr mörgu að velja og gerðu flestir góð kaup til jólanna. Frá Smiðjunni í Bjarkarási var mikið úrval muna úr gleri, tré, leir og fleiru. Ýmsar nýjungar mátti sjá í framleiðslunni eins og kerti af ýmsum stærðum og gerðum ásamt glerdiskum, sérhönnuðum fyrir aðventuna. Ás vinnustofa var með tuskur og handklæði til sölu ásamt nýju barnasloppunum vinsælu. Þá voru starfsmannafélög Bjarkaráss, Lækjaráss og Áss vinnustofu sölubása með ýmiskonar varningi.

sjá myndir hér að neðan

Þreyttir viðskiptavinir gátu svo hvílt sig og gætt sér á smákökum og heitu súkkulaði að innkaupum loknum.

Það er mikils virði að finna hve mikinn áhuga fólk hefur á skapandi starfi og framleiðslu staðanna og kunnum við þeim sem litu inn þennan dag bestu þakkir fyrir

Lesa meira []

Frá menningarviku í Lækjarási

Menningarvika var í Lækjarási vikuna 16. - 20 nóvember og var fyrsti dagurinn dagur íslenskrar tungu. Í vikunni skiptust stofurnar á að vera með menningarlegar upákomur. Kenndi þar ýmissa grasa eins og ljóðaupplestur, menningabingó, fróðleikur um íslenska hrafninn og Jónas Hallgrímsson, flutningur á frumsömdum ljóðum og fleira.

Skemmtu allir sér vel og verður menningarvika örugglega fastur liður í starfi Lækjaráss hér eftir.

 Hér fyrir neðan er eitt af frömsömdum ljóðum sem Auðunn Gestsson flutti í menningarvikunni.

Litli fuglinn

gengur um sandinn,

öldurnar leika milli steina.

Litli fuglinn

stingur gogginum í sandinn,

tínir ánamaðka

í rauðan gogginn.

Þetta er tjaldurinn.

Lesa meira []

Lækjaráspósturinn er kominn út

 Þann 9. október 2009 urðu breytingar í Lækjarási en þá flutti Húsið starfsemi sína í Lækjarás í rýmið þar sem sjúkraþjálfunin var áður. Búið er að taka rýmið í gegn, mála og gera fínt. Ákveðið var að Húsið fengi nýtt nafn og heitir núna Setrið. Til að sjá Lækjaráspóstinn í heild ýtið hér  

Lækjarás

Lesa meira []

Dagur íslenskrar tungu

 

Á mánudaginn næstakomandi 16. nóvember ætlum við að sameinast inni á E stofu og hlusta á þjóðsögur í tilefni dags íslenskrar tungu. Hittumst kl 13:45 þeir sem vilja koma og hlusta 

Til að sjá auglýsingu ýta hér

Lesa meira []

Breyttur lífsstíll - haustnámskeiði lokið

Námskeiði í Breyttum lífsstíl lauk í dag eftir 8 vikna æfingar.  Í dag fengu þátttakendur viðurkenningarskjöl og niðurstöður mælinga á árangri.  Allir voru ánægðir og sáttir með tímabilið.  Markmið hvers og eins voru mismunandi þar sem ekki var eingöngu verið að horfa í kílóatölu.   Enda er margt annað sem vinnst með hreyfingu en þyngdartap.  Svefn verður betri, lund léttari og svo framvegis.

Næsta námskeið hefst 18. janúar 2010 og er skráning þegar hafin.Breyttur lífsstíll - hópurinn

Lesa meira []

Nýr bæklingur um Lækjarás

mynd af lækjarási

 

Húsið fluttist í Lækjarás nú á dögunum og af því tilefni setti Lækjarás fram nýjan bækling um daglegt skipulag, innra starf, hlestu boðskiptaleiðir og fleira.  Hægt er að sjá hann hér á pdf skjali. En einnig er hægt að sjá hann ásamt bæklingi á ensku í flipanum Dagþjónusta / Vinna og velja þar Lækjarás.

Lesa meira []

Vörn gegn einelti hjá Ási styrktarfélagi

Ás styrktarfélag hefur sett upp áætlun til varnar því að einelti eigi sér stað á vinnustöðum innan féalgsins. Það er til marks um það að einelti verður ekki liðið og notast verður við fyrirfram ákveðna ferla til að taka á eineltismálum sem geta komið upp.  Til að fræðast meira um áætlunina er hægt að skoða hana í formi pdf skjals hér. einelti


Lesa meira []

Vegna Inflúensu A(H1N1)v

Ás styrktarfélag útbjó bækling vegna þeirra inflúensu sem er í gangi þessa dagana.  Bæklingurinn er ætlaður öllu starfsfólki félagsins og var bæklingurinn afhentur dagana 12. - 14. október síðast liðinn.  Einnig er hægt að nálgast bæklinginn hér

Einnig viljum við vekja athygli á upplýsingum frá Landlækni um viðbragðsáætlun almannavarna vegna inflúensu A(H1N1)v sem sjá má hér

Lesa meira []

Bólusetning vegna inflúensu A(H1N1)v

Bólusetning starfsfólks í búsetu hófst 16. október síðast liðinn.  Í samráði við heilsugæsluna var tekin sú ákvörðun að bólusetja einnig starfsmenn í dagþjónustu til að reyna að koma í veg fyrir smit frá starfsmönnum til þeirra þjónustuþega sem eru með skilgreinda undirliggjandi sjúkdóma. 

Bólusetning þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma hefst þann 2. nóvember næstkomandi en bókun hefst fyrir þá tíma þann 22. október.

Lesa meira []

Bleikur dagur 16.október 2009

Bleikur dagur á ÁsiÍ dag var haldinn bleikur dagur í Ási vinnustofu og skapaðist góð stemming hjá öllum.  Margir mættu í sínu fínast bleika dress og skemmtu sér vel. Spilað var bingó og auðvitað voru bleikir vinningar. Einnig var boðið uppá bleikt meðlæti í kaffinu og eitthvað var um smá bleikt í hádegismatnum (sem vakti mismikla lukku).

 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.