Skip to main content
search
0

Starfsmenn Áss sækja ráðstefnu um Þjónandi leiðisögn í Belgíu

Fréttamynd - GTI19

Um tveggja ára skeið hefur starfsfólk Áss notast við aðferðir Þjónandi leiðsagnar (e.gentle teaching) í starfi sínu. 

 

Í næstu viku (16-20.september) fara 17 starfsmenn frá Ási á ráðstefnu í Ghent í Belgíu. Ráðstefnan er alþjóðleg, haldin í tuttugasta skiptið og er vettvangur til að afla sér nýrrar þekkingar og kynnast því hvernig aðrir nýta sér þessa nálgun í starfi.

 

Yfirskrift ráðstefnunnar er The relationship in support and care sem má lauslega þýða sem Tengslin í stuðnings- og umönnunarstörfum og rýmar við meginstefið í Þjónandi leiðsögn sem byggir á kærleiksríkri nálgun sem byggir á trausti, nærgætni og vinsemd.