Áfallaáætlun

 

Hjá Ási styrktarfélagi er til áætlun um aðgerðir til að draga úr afleiðingum ófyrirséðra áfalla. Þessi áætlun kallast áfallaáætlun (CMP, Crisis Management Plan)

 

Áföll geta verið eftirfarandi

 

  • Óveður / ófærð
  • Jarðskjálftar
  • Eldgos
  • Flóð
  • Mengun lofts og vatns
  • Bilanir í veitukerfum og fleira
  • Mjög skæðar influenzur og smitsjúkdómar  
  • Áföll af mannavöldum
  • Hryðjuverk eða annars konar árásir

 

Á hverri starfsstöð félagsins eru möppur með upplýsingum um viðbragðsferla og aðgerðir ásamt lista  yfir þá aðila sem ber að hafa samband við komi upp aðstæður sem bregðast þarf við.

 

Hjá félaginu er starfandi er öryggisnefnd og vinnuhópur sem heldur utan um þessi mál og sér til þess að gögn séu reglulega uppfærð.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.