Búseta

Ás styrktarfélag annast rekstur heimila í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði.

 

Á heimilum félagsins búa 54 manns á aldrinum 23 - 86 ára.

 

Í þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu er unnið út frá lögum og reglugerðum, ríkjandi hugmyndafræði auk þess sem tekin eru mið af gildum og framtíðarsýn Áss styrktarfélags.

 

Stefna félagsins er að leita nýrra leiða í búsetuúrræðum fyrir fólk með þroskahömlun. Félagið einsetur sér að vinna að þróunarstarfi og leita leiða til aukinna lífsgæða í samstarfi við íbúa og aðstandendur þeirra. Full þörf er á fjölbreyttum íbúðaúrræðum svo sem íbúðakjörnum, íbúðasambýlum og sjálfstæðri búsetu.

 

Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu. Virðing fyrir einstaklingnum og sjálfræði hans skal vera leiðarljós í allri þjónustu. Horft er til þess að allir njóti ákveðinna lífsgæða, taki þátt í samfélaginu á eigin forsendum, hafi einkarými og njóti friðhelgi á eigin heimili.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.