Umsjónarmenn hópa í Vinnu og virkni

Gátlisti

Verkefni umsjónarmanns:

 

 • Skipulagning tímabils
  • Staðsetning í samráði við stjórnendur Vinnu og virkni
  • Markmið og dagskrá
  • Bókun staða/heimsókna ef það á við
  • Áætlun kostnaðar í samráði við yfirmenn
 • Utanumhald námskeiðsgjalda þegar það á við, t.d. þurfa sumir að geyma peninga og greiða fyrir fólk á kaffihúsum
 • Akstursskipulag í samráði við forstöðumann samræmingar vinnu og virkni
 • Samskipti við tengslastofnanir og utanaðkomandi aðila eftir þörfum
 • Mat á fjölda og samsetningu hóps þegar við á í samráði við stjórnendur vinnu og virkni
 • Mat á þörf fyrir fylgdarmenn í samráði við stjórnendur
 • Skil til þátttakenda í lok tímabils. Þau geta verið með ýmsu móti, t.d. bæklingur, myndband, viðurkenningarskjal, sýning eða samantekt og myndir. Þessu er einnig skilað til forstöðumanns vinnu og virkni. Allir eru hvattir til að taka myndir af hópunum í virkni, efnið verður notað til kynninga og auðveldar fólki að velja sér vinnu og virkni við hæfi.

 

Forstöðumaður samræmingar Vinnu og virkni útbýr upplýsingar um meðlimi hvers hóps fyrir umsjónarmenn.

 

Umsjónarmenn þurfa að fá undirbúningstíma við upphaf og lok tímabila. Ef þarf er þeim gert kleift að taka undirbúningstíma á meðan hópur starfar, þetta er metið í samráði við forstöðumenn heimastöðva. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.