Stafræn sögugerð

 

Stafræn sögugerð (e.Digital storytelling - empowerment through cultural integration) eða DigiPower er samevrópskt verkefni á vegum Erasmus+ og er umsjónaraðili verkefnisins hér á Íslandi Reykjavíkur Akademían (RA).

 

Snemma árs 2017 hafði Reykjavíkur Akademían samband við Ás styrktarfélag og bauð því að taka þátt í verkefninu. Vorið 2017 fóru tveir einstaklingar með þroskahömlun ásamt tveimur aðstoðarmönnum á vinnustofu í stafrænni sagnagerð sem haldin var á Ítalíu. Markmið vinnustofunnar var að athuga hvernig stafrænar sögur gætu nýst í starfi með fólki með þroskahömlun. Talið var að verkefnið myndi nýtast vel í starfi innan félagsins og félli vel undir markmið vinnu & virkni hjá félaginu. 

 

DigiPower byggir á hugmyndafræði Joe Lambert og félaga um stafræna sögugerð (digital storytelling) sem snýst um að stuðla að valdeflingu (empowerment) þeirra sem fá færri tækifæri í lífinu með því að hjálpa þeim að koma rödd sinni á framfæri. 

 

Stafrænar sögur eru í formi stuttra myndbanda (1-3 mínútur) þar sem þátttakandinn les upp eigin frásögn og eru myndir, myndskeið, tónlist og hljóð notuð til að styðja við frásögnina. Stafrænar sögur veita þannig einstaklingum tækifæri til að deila persónulegum upplifunum með öðrum á aðgengilegan hátt á stafrænu formi.

 

Eitt af markmiðum samstarfsverkefnisins var að athuga hvernig aðlaga megi aðferðarfræði stafrænna sagna til þess að nota hana í starfi með fólki með þroskahömlun. Haldin var stór alþjóðleg vinnustofa (workshop) í bænum Pordenone á Ítalíu. Alls tóku sjö Evrópulönd þátt í verkefninu: Danmörk, Finnland, Ísland, Ítalía, Litháen, Slóvenía og Tyrkland.

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.