Sumardvöl 2009

Hestar 21. júníÍ sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi.  Við höfum fengið aðstöðu í splunkunýju húsnæði Bergmáls, Bergheimum sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.

Lesa meira []

Aðalfundur

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Lesa meira []

Nýtt átaksnámskeiðið í Breyttum lífsstíl

Nýtt átaksnámskeiðið í Breyttum lífsstíl hófst 12. Janúar 2009. Námskeiðið er á vegum World Class og Áss styrktarfélags. World Class útvegar aðstöðuna og þjálfarann Geir Gunnar Markússon.Breyttur lífstíll 2008 Námskeiðið varir í 8 vikur eins og önnur hefðbundin átaksnámskeið hjá World Class.   

 

Lesa meira []

HAPPDRÆTTI ÁSS STYRKTARFÉLAGS 2008

Vinningsnúmer
HAPPDRÆTTI ÁSS STYRKTARFÉLAGS 2008
1. vinningur: VW Jetta að andvirði kr. 2.790.000.

kom á miða 14808


2.-10. vinningur: Húsbúnaðarvinningar að verðmæti
kr. 240.000. - hver vinningur


893  7278  9617   11203  12062  13913   15979   16108
16607  17810 
 
Vinningar eru skattfrjálsir og skal vitjað innan árs.
Félagið óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar kærlega veittan stuðning.

Lesa meira []

Ný vörulína frá Ási- vinnustofu

Hafin er framleiðsla á vönduðum handklæðum með ísaumuðum myndum sem nokkrir starfsmenn Áss - vinnustofu teiknuðu. Hönnuður þessarar framleiðslulínu er ungur frakki að nafni Ulysse Neau, en handklæðin voru hluti af útskriftarverkefni hans úr Listaháskóla Íslands. 

Hægt er að fá nánari upplýsingar á Ási - vinnustofu og einnig á vefsíðu verkefnisins:

www.we-towels.com
Hugrún

Lesa meira []

Samstarf Bjarkaráss við LÍ og HR.

Hópur ungmenna sem stunda nám við Listaháskólann og Háskólann í Reykjavík hlutu 1. verðlaun í hönnunar og markaðsnámi. Um er að ræða framleiðslu á leirpottum með mold og mismunandi kryddjurtafræum í sem eingöngu þarf að vökva og bíða svo uppskerunnar.  
Stærri mynd 

Lesa meira []

Reykjavíkur maraþon Glitnis

 Maraþon

Ás styrktarfélag þakkar öllum þeim sem hlupu í nafni félagsins og einnig þeim sem ákváðu að heita á hlauparana. Ykkar stuðningur skiptir miklu máli. Smellið á meira hér að neðan til að sjá nokkrar myndir frá hlaupinu.

Lesa meira []

Ráðstefna um notendastýrða þjónustu

Þann 27. september næst komandi verður haldin ráðstefna á Grand hóteli um notendastýrða þjónustu. Við kvetjum sem flesta til að mæta, enda dagskráin vönduð og málefnið þarft. Nánari upplýsingar um dagskránna finnur þú hér

Lesa meira []

Sumarmarkaður Áss 14. júní

Sumarmarkaður Áss styrktarfélags var haldinn í grófinni 14. júní síðastliðinn. Dagurinn var vel heppnaður, veðrið yndislegt og voru margir sem lögðu leið sína á markaðinn.  
úti á útimarkaði

Lesa meira []

Ný heimasíða!

Nú hefur ný heimasíða félagsins litið dagsins ljós, enda óhjákæmileg aðgerð í kjölfar nafnabreytinga á félaginu. Töluverð vinna hefur verið lögð í þessa síðu og stuðlað að því að gera hana eins aðgengilega og einfalda og framast er unnt.

Lesa meira []

Lyklar afhentir íbúum Langagerðis

Formleg afhending lykla til íbúa Langagerðis 122 fór fram miðvikudaginn 30. apríl síðastliðinn. Þar var margt um manninn og almennt talið að um glæsilega byggingu sé að ræða sem stenst nýjustu kröfur um gæði húsnæðis fyrir fólk með fötlun.  
 Húsið 1

Lesa meira []

50 ára afmæli félagsins fagnað

var haldin í Gullhömrum þann 20. apríl síðastliðinn. Á sjöunda hundrað mættu á þennan merka viðburð og greinilegt að félagið á sér marga velunnara og trygga félagsmenn.

Blikandi stjörnur

Gísli Einarsson sá um veislustjórn. Ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá. Má þar helst nefna söngflokkinn Blikandi stjörnur og leikhópinn Perluna. Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, lék undir borðum og Greifarnir spiluðu fyrir dansi.

 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.