Gjöf frá Góðvild

Fréttamynd - Godvild Gjoef

Góðvild færði Lyngási, dagþjónustu fyrir fötluð börn á leikskólaaldri, Tobi samskiptatölvu að gjöf fyrr í sumar. 

 

Góðvild er góðgerðarfélag með það að markmiði að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi. 

 

Tobi samskiptatölvur byggja á sænsku hugviti sem gerir einstaklingum kleift að nota sjónina til að tjá tilfinningar, vilja og líðan. 

 

Við þökkum Góðvild kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum í starfsemi Lyngáss.

 

Gjoef Fra Godvild

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.