Mentorar útskrifaðir og innleiðingarnamskeið í Þjónandi leiðsögn (Gentle teaching)

Fréttamynd - Mentorar I Thjonandi Leidsoegn Utskriftarhopur 25102021

Allir starfsstaðir Áss styrktarfélags notast við aðferðir þjónandi leiðsagnar í starfi sínu. Þjónandi leiðsögn (e. Gentle teaching) gengur út á að sýna fólki alltaf kærleika og virðingu og skapa því umhverfi sem því líður vel í. 

 

Fræðslustarf um þjónandi leiðsögn hefur verið kraftmikið hjá Ási, en samkomutakmarkanir vegna Covid-19 settu strik í reikninginn síðustu tvö ár. Nú er hinsvegar allt komið í gang aftur.

 

Fyrstu mentorafræðslu innan félagsins lauk síðasta haust þegar 13 nýir mentorar útskrifuðust eftir nám sem dreifðist á tvö ár vegna Covid. Þeirra hlutverk er að fylgja þjónandi leiðsögn eftir á sínum starfsstað auk þess sem þeir koma að mótun starfs og fræðslu innan félagsins. Nýju mentorarnir eru Aileen Soffía Svensdóttir, Bjarnhildur Ólafsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ekaterina Gribacheva, Guðný Sigurjónsdóttir, Guðrún Benjamínsdóttir, Heba Bogadóttir, Hjördís Birna Einarsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Kristín Gísladóttir, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Sigurbjörg Essý Sverrisdóttir og Valgerður Unnarsdóttir.

 

Stefnan er að allir fastir starfsmenn hjá Ási fái þriggja daga innleiðingarnámskeið um þjónandi leiðsögn. Sjöundi innleiðingarhópurinn fór í gang nú í apríl og lýkur þjálfun næsta haust. 

 

Trausti Júlíusson stýrir fræðslu um þjónandi leiðsögn hjá Ási styrktarfélagi. Hidda Pálsdóttir hefur verið hluti af fræðsluteyminu undanfarin ár, en hún hefur nú yfirgefið félagið og hafið störf hjá Reykjavíkurborg. Við þökkum henni kærlega fyrir hennar framlag. Á innleiðingarnámskeiðunum í apríl tók Bryndís Guðmundsdóttir við af Hiddu og bjóðum við hana velkomna í þetta nýja hlutverk.

 

Meðfylgjandi er hópmynd af mentorahópnum og myndir frá nýjasta innleiðingarhópnum.

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.