Úrslit í spilakeppni Áss vinnustofu

Fréttamynd - 20220406 112045

Miðvikudaginn 6. apríl fór fram úrslitakeppnin í spilakeppni Áss vinnustofu. Þá var loks hægt að fá úr því skorið hver stóð upp sem sigurvegari í spilakeppninni árið 2021. Spilakeppnin hefur verið haldin á hverju ári í Ási undir stjórn Sigfúsar Svanbergssonar og Trausta Júlíussonar. Eina undantekningin var árið 2020 þegar keppnin féll niður vegna Covid-19.

 

 

Spilakeppni Áss vinnustofu nýtur mikilla vinsælda bæði á meðal leiðbeinenda og starfsfólks. Þetta er útsláttarkeppni og undanfarin ár hafa vel annað hundrað manns hafið keppni. Það er spilaður Ólsen Ólsen og fyrirkomulagið er þannig að sá keppandi sem er fyrri til að vinna tvö spil kemst áfram í næstu umferð, en hinn er úr leik.

 

 

Haustið 2021 var blásið til spilamóts. Undanriðlar gengu vel, en þegar komið var að sjálfri úrslitakeppninni skall á með samgöngutakmörkunum enn eina ferðina og fresta varð keppni.

 

 

Það voru þau Ari Þór Gunnarsson á svæði 1, Bjarnhildur Ólafsdóttir og Hilmar Jónsson á svæði 2 og Helena Halldórsdóttir á svæði 3 sem spiluðu til úrslita. Bjarnhildur sló út Helenu í undanúrslitum og Hilmar vann Ara. Bjarnhildur og Hilmar spiluðu svo hörkuspennandi úrslitaviðureign, en í úrslitum sigrar sá sem er fyrri til að vinna 3 spil. Eftir mikla spennu og tvísýna baráttu var það Bjarnhildur sem hafði betur með 3 vinningum á móti 1 hjá Hilmari.

 

Til hamingju Bjarnhildur!

 

 

Hér að neðan má sjá lista yfir vinningshafa undanfarinna ára og meðfylgjandi fréttinni eru svipmyndir frá úrslitum keppninni í ár: 

 

SIGURVEGARAR Í SPILAMÓTI ÁSS VINNUSTOFU:

 

2010 SIGFÚS S. SVANBERGSSON (FÚSI)

2011 REYNIR RÍKHARÐSSON

2012 SOFFÍA RÚNA JENSDÓTTIR

2013 VAKA STEINARSDÓTTIR

2014 HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR (HALLA)

2015 MÁLFRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR (FRÍÐA)

2016 HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR (HALLA)

2017 SIGFÚS S. SVANBERGSSON (FÚSI)

2018 EDDA SIGHVATSDÓTTIR

2019 EINAR HERMANN EINARSSON

2020 FÉLL NIÐUR VEGNA COVID

2021 BJARNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.