Aðalfundur 2022

Fréttamynd - IMG 0084

Ás styrktarfélag hélt 64. aðalfund sinn á afmælisdegi félagsins þann 23. mars síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. 

 

Kosning fór fram í stjórn félagsins.

 

Í aðalstjórn sitja: Anna María Magnúsdóttir, Erlendur Magnússon, Guðbjörg Magnúsdóttir, Karl Þorsteinsson, Ragnheiður Sigmarsdóttir, Þórður Höskuldsson (formaður) og Jónína Snorradóttir.

 

Í varastjórn sitja: Bjarni Þór Bjarnason, Ellen Tryggvadóttir og Sveinn Bjarnason. 

 

Úr stjórn gekk Una Guðlaug Haraldsdóttir og voru henni færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. 

 

Undir liðnum önnur mál afhenti Erna Einarsdóttir tveimur starfsmönnum viðurkenningu fyrir 25 ára starfsaldur hjá félaginu en þau heita Már Gunnlaugsson og Helga Jóhanna Stefánsdóttir.

 

Þá var komið að því að afhenda Viljann í verki sem er viðurkenning Áss styrktarfélags til fyrirtækja sem hafa veitt fötluðu fólki tækifæri til þátttöku í starfi sínu. Samstarf hefur verið milli Áss og Rauða krossins frá 2014 og hafa einstaklingar í vinnu hjá Ási starfað sem sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum við fjölbreytt verkefni. Guðný Sigurjónsdóttir fór yfir sögu samstarfsins á fundinum. Það voru þau Helga Bergmann Sigfúsdóttir og Sindri Ploder ásamt formanni stjórnar, sem afhentu Pétri Fannbergi Víglundssyni fulltrúa Rauða krossins viðurkenningarskjal, veggskjöld og blóm.

 

Síðasti liður á dagskrá var kynning Valgerðar Unnarsdóttur á verkefninu Project Search sem er nýtt og spennandi verkefni hjá félaginu. Það er starfsnám sem miðar að fullgildri atvinnuþátttöku að námi loknu. Verkefnir byggir á hugmyndafræði frá Bandaríkjunum og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrkir verkefnið sem  er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun.

 

Fundurinn tók ákvörðun um að félagsgjöld myndu hækka og verða 4000 krónur,  innheimta félagsgjalda verður send í netbanka félagsmanna fljótlega.

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.