Laugardagsopnanir í versluninni framundan

Fréttamynd - IMG 20211129 105803

Takk fyrir góð viðbrögð um síðastliðna helgi. Nú endurtökum við leikinn og höfum opið á laugardaginn næsta (04.desember) og þarnæsta (11.desember) á milli kl 12.00-16.00 í Versluninni Ásum (í Ögurhvarfi 6). 

 

Hér fyrir neðan má sjá úrval af þeim vörum sem verða til sölu. Eftir sem áður er opið alla virka daga í versluninni frá kl 09.00-15.30, ef þessar helgaropnanir henta ekki. 

 

Við pössum upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir og við minnum á að það er grímuskylda hjá okkur.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og minnum á að með því að versla vörur frá Ási tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.