Laugardagsopnun í verslun Ögurhvarfi

Fréttamynd - DSC 6404

Við minnum á að laugardaginn næsta 27.nóvember verður opið í Versluninni Ásum (í Ögurhvarfi 6)  frá kl 12.00-16.00. Verslunin er full af spennandi handunnum vörum svo sem leirmunum, kertum, trévöru, vefnaði, textíl, handklæðum og jólavörum.

 

Við pössum upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir og við minnum á að það er grímuskylda hjá okkur.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og minnum á að með því að versla vörur frá Ási tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.