Heilsuvika og veiði í Stjörnugróf

Fréttamynd - Helga Bergmann1

Fyrstu vikuna í júní var heilsuvika hjá starfsmönnum vinnu og virkni í Stjörnugróf. Þá var hefðbundinn vinnudagur brotinn upp með einhverri heilsusamlegri hreyfingu en þar kenndi ýmissa grasa eins og myndirnar bera með sér. 

 

Það var keppt í kubb og boccia, starfsmenn fóru í nátturubingó í gögnuferðum í nærumhverfi Stjörnugrófar og héldu ball. Föstudaginn 04.júní fóru svo starfsmenn Stjörnugrófar í hina árlegu veiðiferð í Elliðarárnar í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur og Orkuveitunnar. Mikil ánægja var með veiðina en eins og sjá má var nokkrum fiskum landað. Við þökkum Stangveiðifélaginu og OR vel fyrir okkur.

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.