Staðan á sóttvarnaraðgerðum

Fréttamynd - IMG 1721

Á þriðjudag (25.maí) tóku gildi nýjar sóttvarnarreglur sem gilda til 16.júní. 

 

Hámarksfjöldi einstaklinga sem má koma saman í einu rými eru 150. Sóttvarnarhólfin sem við höfum haldið í starfsemi vinnustaða félagsins hafa stækkað en ákveðið var að aðskilja áfram Bjarkarás og Lækjarás sem sitthvort sóttvarnarhólfið. 

 

Grímuskylda er enn óbreytt á vinnustöðum félagsins þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. 

 

Við hvetjum alla til að vera áfram vakandi fyrir persónulegum sóttvörnum og hlökkum til þess að sjá hvort að það megi ekki slaka enn frekar á sóttvörnum fljótlega hjá félaginu. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.