Frelsi til að velja - ráðstefna á netinu

Fréttamynd - Fusi

Eins og áður hefur komið fram tekur Ás þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice. Samstarfsaðilar okkar eru Jaunuoliu Dienos Centras í Litháen, Foundation Maarja Village í Eistlandi, Jelgava Local Municipality í Lettlandi og Sensus/Medis 5 í Svíþjóð.

 

Íslenski hópurinn er skipaður af 7 manns sem hafa átt margar góðar samverustundir þessi tvö ár. Verkefnið hófst í júní 2019 og átti að taka endi með heimsókn og lokafundi í Eistlandi í apríl 2021. Vegna Covid-19 faraldursins hefur skipulagið tekið breytingum og komu þrír rafrænir fundir í stað heimsókna milli landanna líkt og til stóð í upphafi. Að auki hefur tímaramminn verið framlengdur til 30. nóvember 2021.

 

Þriðjudaginn 11. maí var síðasta skipulagða netráðstefnan á dagskrá og tókst hún vel í alla staði. Þátttakendur höfðu lokið við gerð myndbands um tiltekin réttindi sem hver og einn hafði valið að vekja athygli á. Eitt myndband kemur frá hverju landi. Markmiðið með þeim er að kynna og fræða aðra um ákveðin réttindi. Allir fundarmenn höfðu undirbúið sig vel með því að skoða myndböndin fyrir fundinn og velta fyrir sér hvað væri gott dæmi um viðkomandi réttindi í þeirra landi og hvað mætti betur fara. Niðurstaða umræðunnar hjá okkur á Íslandi var skrifuð niður, þýdd yfir á ensku og kynnt fyrir hinum fulltrúunum á rafræna fundinum.

 

Sigfús S. Svanbergsson var fulltrúi Íslands að þessu sinni. Myndbandið hans heitir: Rétturinn til að velja hvar og með hverjum ég á heima. Sigfús eða Fúsi, er sáttur með heimilið sitt í dag en hann býr líka að langri reynslu af því að hafa búið á mörgum ólíkum stöðum og með mörgu fólki sem ekki tengjast honum fjölskylduböndum. Fúsi er mikil félagsvera sem kemur sér vel við þátttöku í svona verkefni. Hann á líka mörg áhugamál sem hann sinnir af kappi í frítíma sínum. Ánægja fulltrúa okkar er slík að þau vilja helst halda áfram að hittast og vinna saman.    

 

Við þökkum Eglė Gudžinskienė og Linu Trebiene fyrir frábæra skipulagningu á fundinum og vonum svo sannarlega að við og allir þessir góðu vinir og félagar í verkefninu Frelsi til að velja fái tækifæri til að hittast í raunheimum þegar frelsi til að ferðast á ný verður að veruleika. Þangað til erum við engu að síður glöð að geta notað rafræna leið til að sjást og tala saman.

 

Hér er tengill á myndband Fúsa og annarra þátttakanda í verkefninu

 

Hér er tengill á myndband Fúsa með íslensku tali og texta

 

 

Freedom of our choice - Online Conference May 2021

 

Ás is participating in the Nord+ project “Freedom of my Choice”. Our partners are Jaunuoliu Dienos Centras in Lithuania, Foundation Maarja Village in Estonia, Jelgava Local Municipality in Latvia og Sensus/Medis 5 in Sweden.

 

The Icelandic group consists of 7 people that have enjoyed good collaboration over the past two years. The project started in June 2019 and was supposed to conclude with a final meeting in Estonia in April 2021. Due to the COVID-19 pandemic the project has been adapted, with three online meetings being organized instead of the previously planned country visits as well as the final date moved to 30th November 2021.

 

A successful final online meeting took place on 11th May. Participants had prepared videos focusing on specific set of rights that they themselves had chosen. The goal of the videos was to present and educate the other participants on the chosen rights. All participants were well prepared. Participants had looked at the videos prior to the meeting and explored good examples for each set of rights from their own country as well as finding areas where they could improve. The results from the discussion prior to the meeting were written down, translated into English and shared with the other participants during the meeting.

 

Sigfús Svanbergsson represented Iceland in the meeting. His video is titled “The right to choose where I live and with whom”. Sigfús, or Fúsi as he likes to be called, is happy where he lives today but he has experienced living in many different places with several people that are not his family. Fúsi is very social, and he has a lot of different interests. He enjoyed participating in the project. The same goes for the other participants from Iceland as they have all enjoyed being a part of the project and want to continue their collaboration in the future.

 

We want to thank Eglė Gudžinskienė and Linu Trebiene for their excellent planning and support during the meeting and hope that us and the other fantastic participants in the project Freedom of my Choice will get the opportunity to meet in person once the opportunity for travel will be available. Until then, we are happy to be able to connect virtually to exchange ideas and to have fruitful conversations.

 

Here is a link to the videos

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.