Aðalfundur 2021

Fréttamynd - IMG 2646

63. aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 19. maí í Ögurhvarfi 6. Enn komu sóttvarnarráðstafanir vegna heimsfaraldursins Covid-19 í veg fyrir að aðalfundur væri haldinn í mars. Eftir að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar var ákveðið að halda fund en jafnframt bjóða upp á streymi í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem gafst vel og fundargestir nýttu sér. Við undirbúning var sérstaklega hugað að sóttvörnum og reglum fylgt hvað varðar fjarlægð milli fundargesta og umfang fundarins haft eins einfalt í sniðum og mögulegt var.   

 

Efni fundarins var samkvæmt lögum félagsins um dagskrá aðalfundar. Þórður Höskuldsson flutti skýrslu stjórnar, fór yfir liðið ár og það sem framundan er. Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga, fór yfir helstu atriði reikningsins,  bauð uppá spurningar og ræddi jafnframt starfsemi félagsins. Þórður minntist sérstaklega á vinnuhópa stjórnar sem hafa unnið gott verk á árinu og Þóra á alla þá sem hafa gefið félaginu gjafir á árinu og eiga bestu þakkir fyrir. Hún þakkaði sömuleiðis öllum starfsmönnum félagsins fyrir ósérhlífni og gott starf á árinu við fordæmalausar aðstæður og stjórn fyrir góð störf. 

 

Fundurinn tók ákvörðun um að félagsgjöld haldist óbreytt milli ára, 3500 krónur,  innheimta félagsgjalda verður send í netbanka félagsmanna fljótlega.

 

Fjórum starfsmönnum voru veittar starfsviðurkenningar og þakkir fyrir 25 ára starfsafmæli. Það voru Magnús Stefánsson (umsjónamaður fasteigna), Guðmundur Sigurðsson (umsjónamaður fasteigna), Guðrún Eyjólfsdóttir (þroskaþjálfi) og Nanna Svansdóttir (starfandi forstöðumaður í Auðarstræti).

 

Kosning fór fram í stjórn, varastjórn og skoðunarmenn reikninga félagsins.

 

Í aðalstjórn sitja: Anna María Magnúsdóttir, Erlendur Magnússon, Guðbjörg Magnúsdóttir, Karl Þorsteinsson, Ragnheiður Sigmarsdóttir, Þórður Höskuldsson (formaður) og Una Guðlaug Haraldsdóttir. 

 

Í varastjórn sitja: Bjarni Þór Bjarnason, Ellen Tryggvadóttir og Sveinn Bjarnason. 

 

Skoðunarmenn reikninga eru Guðlaug Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson.

 

Varamenn eru Guðrún Þórðardóttir og Eyrún Jónsdóttir. 

 

Úr stjórn gengu Sigurður Sigurðsson og Erla Björgvinsdóttir og voru þeim færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.