Gleðilegt sumar og fréttir úr gróðurhúsinu

Fréttamynd - 20210329 125819

Á morgun 22. apríl er sumardagurinn fyrsti, þá er við hæfi að óska öllum gleðilegs sumars - vinnustaðir félagsins verða lokaðir en opna aftur á föstudag. 

 

Úr gróðurhúsinu er það að frétta að fyrsta uppskera sumarsins af gúrkum hefur litið dagsins ljós. Búið er að planta öllum tómatplöntum (kokteiltómötum, plöntutómötum og stórum tómötum) nú er bara að bíða eftir að þær vaxi og gefi ávöxt. 

 

Úti við hefur verið sáð fyrir matjurtum s.s. gulrófum, hnúðkáli, hvítkáli, fennel, blaðlauk og vorlauk. 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.