Virknihópar á nýju ári

Fréttamynd - Midgardurjpg4

Virknihópar í Vinnu og virkni fara einn af öðrum af stað á nýju ári. Sökum samkomutakmarkana þá höfum við þurft að bíða með summa, fella aðra niður eða breyta fyrirkomulagi þannig að færri komist að. 

 

Það er gaman að segja frá því að við höfum líka séð tækifæri til að nýta tæknina og með fréttinni má sjá myndir af bókmenntahópnum sem fór af stað í síðustu viku þar sem Halli las upp fyrir starfsmenn í Bjarkarás, Lækjarás og Ási vinnustofu í gegnum fjarfundarbúnað og eins er áætlað að Eurovison hópurinn verði með sama fyrirkomulagi.  Þetta gerir fleirum kleift að sækja þessa hópa sem er jákvætt.

 

Hópar sem eru byrjaðir í einhverju formi eru Endurvinnsla í Fossvogi, Tón-leikur í Tónstofu Valgerðar og Bókmenntahópurinn.

 

Á næstu vikum byrjar Jóga, Litirnir vatnslitanámskeið,  Evrovision hópurinn og Snyrting.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.