Þorrinn á næsta leiti
Við viljum byrja fyrstu frétt ársins á því að þakka kærlega fyrir viðtökurnar við lengdum opnunartíma í versluninni Ásum í Ögurhvarfi fyrir jólin.
Við höfum tekið jólin niður og erum tilbúin í þorrann eins og sjá má af myndum úr versluninni.
Bóndadagurinn er á föstudag og við hvetjum alla til að koma, versla vörur og gleðja bóndann (eða bara sjálfa/-n sig) með fallegri gjöf og styðja um leið við að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.
Verslunin Ásar - janúar 2021
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.