Verslunin í Ögurhvarfi - opnunartími í desember

Fréttamynd - Auglysing Jolaopnun Verslun

Verslunin Ásar í  Ögurhvarfi 6 er opin alla virka daga frá kl. 9.00-16.00 og í desember verður hún opin lengur eftirfarandi daga :

 

  • Fimmtudaginn 10. des til kl. 18.00
  • Þriðjudaginn 15. des til kl. 18.00
  • Fimmtudagur 17. des til kl. 18.00
  • Þriðjudagur 22. des til kl. 18.00

 

Einnig verður opið á laugardögum sem hér segir:

 

  • Laugardagur 12. des kl. 12.00-16.00
  • Laugardagur 19. des kl. 12.00-16.00

 

Í versluninni eru seldar vörur framleiddar í Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó og vöruúrvalið er fjölbreytt.

 

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með okkur á heimasíðu og fésbókarsíðu þar sem við munum setja inn myndir af vörunum okkar á næstu dögum.

 

Fram að jólum bjóðum við upp á pantanir á vörum/gjafabréfi í gegnum síma. Hægt er að hringja í síma 4140570 eða senda tölvupóst á essy@styrktarfelag.is og panta vörur og sækja þær til okkar þegar ykkur hentar. Gjafabréf er hægt að fá að upphæð að eigin vali. Síðasti dagur til að kaupa gjafabréf til að fá þau send í pósti er 18.des.  Einnig er hægt að koma til okkar í Ögurhvarf 6 og ganga frá kaupum á gjafabréfi í versluninni.

 

Við pössum upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir og við minnum á að það er grímuskylda hjá okkur.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og minnum á að með því að versla vörur frá Ási tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.