Staðan á sóttvarnaraðgerðum og myndir frá bleikum degi í Vinnu og virkni

Fréttamynd - 121705199 1356540591215504 4431921634828339935 N

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá er útbreiðsla faraldursins ekki að aukast.

 

Engar breytingar eru í farvatninu hjá okkur og við höldum okkar striki eins og við höfum gert hingað til en erum tilbúin að takast á við verkefnin ef eitthvað breytist.

 

Vel hefur gengið hjá okkur. Vinnustaðirnir okkar eru opnir og vel hefur gengið á heimilunum.  Þetta er ekki síst að þakka hversu vel starfsfólkið okkar hefur farið eftir öllum fyrirmælum og farið að öllu með gát.

 

Við leggjum áherslu á að enn um sinn er nauðsynlegt að fara varlega og þolinmæði og úthald mjög mikilvægt.

 

Með þessari frétt birtum við myndir frá föstudeginum síðasta en þá mættum við mörg í bleiku til að sýna samstöðu og stuðning með konum sem hafa greinst með krabbamein. Það var gaman að gera sér dagamun með bleiku þema í Stjörnugróf og Ási vinnustofu

 

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.